Færsluflokkur: Sjónvarp

Kom á óvart?

Ja, ég var hissa þegar ég horfði á úrslitaþátt um það hvaða lag keppti til úrslita í forkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Helsinki.

Ég átti síst von á að Eiríkur Hauksson myndi vinna enda var ég búinn að vera með yfirlýsingar um kvöldið, hvað þetta lag og hann væru að gera í þessari keppni. Enn þjóðin kom mér á óvart, reyndar eins og í fyrra er hún ákvað að senda Silvíu Nótt. Sem ég reyndar skil ekki ennþá, enn það er önnur saga.

Ég spá því að við munum ekki ná uppúr riðlinum í ár með þessu lagi. Enn gangi þér vel Eiríkur að afsanna það.


mbl.is Eiríkur Hauksson verður fulltrúi Íslands í Helsinki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

X-Factor!

Jæja ég var að horfa á X-Factor, og ég verð að segja að mér fannst Idolið betra. Þarna eru dómarar orðnir í of miklu aðalatriði fyrir minn smekk.  


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband