Lítill sætur bangsi.

 

Það er vægast sagt broslegt ef ekki grátlegt að heyra í fólki sem finnst sem það hefði ekki verið neitt mál þó að fyrri björninn hefði sloppið inní þokuna nokkrum kílómetrum frá leikskólanum á Sauðárkróki. Og eða menn hefðu týnt þeim seinni í haf og á land kannski við byggð einhverstaðar annarsstaðar.

Þar sem fólk virðist ekki skilja að hér eru á ferðinni ein hættulegustu rándýr á norðlægum slóðum. Og með það fyrir augum brást lögregla hárrétt við með að aflífa dýrin.

Þessar björgunartilraunir minna óneitanlega á blessaðan Keikó, sem jú tókst í raun aldrei að bjarga.

Hérna fylgir með slóð á myndir af árás hvítabjörns. (ekki fyrir viðkvæma)

http://www.hondahookup.com/forums/showthread.php?t=117389


mbl.is Hálendisbjörn er hugsanlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já og ekki nóg með það heldur var hann alsmitaður af einhverri veiru sem heldur til í vöðvunum á honum og getur smitað önnur spendýr, svo sem nautgripi, kindur og menn.

En fínt að eyða þessum 20-30 milljónum eða hvað það var í einhvern ólöglegann innflytjanda sem var svo skotinn, frekar en að hjálpa þeim sem virkilega þurfa á hjálp á halda..

ÞMK (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 22:42

2 Smámynd: corvus corax

Er þetta einhver sérstök undirtegund, hálendisbjörn? Voru þá hinir fjörubjörn og láglendisbjörn eða kannski þjóðvegabjörn? Er ekki til neinn Lækjartorgsbjörn? Það er örugglega til eitt vitskert afbrigði en það er dómsmálabjörn!

corvus corax, 19.6.2008 kl. 23:09

3 identicon

Nei fjandinn hafi það... er fólk aftur farið að halda því fram að þótt bjössinn á fjallinu hafi verið nokkra kílómetra frá Sauðárkróki að hann væri líklegur til að labba beint inn í bæinn og beint inn á leikskólann til að éta litlu börnin? Og að það sé líklegt að fullvaxið bjarndýr hafi getað strunsað þangað inn óséð án þess að neinum gæfist færi á að hringja í lögguna eða læsa dyrunum? Auðvitað hefði átt að skjóta hann ef hann hefði tekið beina stefnu á leikskólann... en ég þori að fullyrða að ef hann hefði horfið inn í þokuna að þá hefði það bara verið til að forðast mennina sem nálguðust hann. Hann hefði að öllum líkindum ráfað eitthvað um fjallið og kannski farið í fjöruferð, en það er mjög ólíklegt að hann hefði farið til byggða. Menn ættu kannski aðeins að hugsa um seinni bangsann og læra eitthvað af hegðun hans. Sá var sennilega mun svengri en eyddi samt rúmum sólarhring 200 metrum frá bóndabæ án þess að gera svo mikið sem eina tilraun til að fara og banka upp á og biðja um kvöldverð. Þessi dýr forðast oftast fólk frekar en hitt, en auðvitað geta þau verið stórhættuleg ef þannig aðstæður koma upp. Það er þó mun oftar vegna þess að menn nálguðust birnina frekar en öfugt.  

Svo voru þetta sníkjudýr sem hann var með en þau eru mun líklegri til að smitast úr dauðu dýri en dýri sem er flutt lifandi úr landi.

Davíð Arnar (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband