Dásemdir ESB

Segir þetta ekki allt sem segja þarf um dásemdir Evrópusambandsins! Þegar ein mest ráðandi þjóðin innan ESB er að verða þeirrar skoðunar að best sé að fara út úr ESB þá vilja Samfylkingarmenn inn sem aldrei fyrr.
mbl.is Bretar vilja snúa baki við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Þá er tækifæri fyrir Ísland til að fá að ráða einhverju.

Björn Heiðdal, 11.1.2009 kl. 10:46

2 Smámynd: The Critic

Það er spurning hvernig hin ESB ríkin tækju því ef eitt ríki segði sig úr sambandinu. Lítum aðeins á söguna, Suður Carolina reið á vaðið 1861 og sagði sig úr Bandaríkjunum, svo riðu fleiri ríki á vaðið og sögðu sig úr sambandinu. Þessi ríki ákváðu svo að stofna sitt eigið ríkjasamband "Confederate state of America". Þetta gátu norðurríkin ekki sætt sig við réðust gegn suðurríkjunum til þess að þvinga þau aftur inn í "United states" sambandið.

The Critic, 11.1.2009 kl. 11:01

3 Smámynd: Halla Rut

IGS er eingöngu að hugsa um sinn eigin feril og sækir í veru í útlöndum.

Að einhver vilji fara í samstarf, er allar eignir og ráð eru lögð undir, en viðkomandi hefur aðeins 2% atkvæða, er með ólíkindum.

Annað er mér finnst nú algjörlega gleymast í þessari umræði er; hvað kostar þetta? Í skýrslu Evrópunefndar forsætisráðherra frá árinu 2007 er reiknað með að nettógreiðslur Íslands til ESB gætu numið 2,5-5 milljörðum króna. 

Þetta er utan þann kostnað er kemur til vegna vinnu og ferðalaga embættismanna. 

Halla Rut , 11.1.2009 kl. 11:12

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Best er að segja sig aldrei í sambandið, þá þurfum við ekkert að segja okkur úr því enda er ekkert þangað að sækja sem við getum ekki bjargað okkur sjálf með. Hitt erum við þegar með gegnum ESS og þurfum ekkert á meiru að halda. Mín spá er sú að innan 50 ára leysist sambandið upp. Efasemdarraddir innanborðs eru alltaf að aukast, sérstaklega í vestur Evrópu. Nú Bretar og Austurríki er mjög tvístígandi.

Víðir Benediktsson, 11.1.2009 kl. 12:23

5 Smámynd: Halla Rut

Mikið rétt sem Víðir segir hér. Þetta mun seint ganga upp til lengdar.

Halla Rut , 11.1.2009 kl. 12:46

6 Smámynd: Halla Rut

Skotar eru sérstaklega óánægðir og hafa verið það lengi. Er það mest á meðal sjómanna og þeirra er verka og selja fisk. Regluverkið er svo stórt og strangt að það er aðeins orðið á færi stærri verslunarkeðja að selja fiskinn. ESB gerir útaf við fisksalann og kaupmanninn á horninu.

Ekki að undra að eigendur ráðandi verslunarkeðja hér á landi vilji Ísland inn í ESB. Þeir eru svo sannarlega ekki að hugsa um hag þjóðarinnar eins og einhver gæti haldið.

Halla Rut , 11.1.2009 kl. 12:53

7 Smámynd: Halla Rut

Og er það ekki lygi að telja þjóðinni í trú um það að spilling hverfi ef við göngum í ESB?

Halla Rut , 11.1.2009 kl. 14:22

8 Smámynd: Víðir Benediktsson

Halla láttu ekki þessar stóryfirlýsingar Jóns trufla þig. Það er og hefur verið hans helsta röksemdarfærsla að saka fólk um óheiðarleika ef því dirfist að vera ósammála honum.

Víðir Benediktsson, 11.1.2009 kl. 14:50

9 Smámynd: Halla Rut

Kannast við það Víðir...heimska og heimskur er líka mikið notað orð hjá Jóni.

Halla Rut , 11.1.2009 kl. 14:59

10 Smámynd: The Critic

Aðalvandamál Íslendinga er veikur gjaldmiðill og ofurvextir. Það þarf fyrst of fremst að taka upp nýjan gjaldmiðil. Það er krónan sem er að valda okkur vandræðum og mun gera það áfram. Held að ESB aðild skipti voðalega litlu máli, værum ábyggilega jafn illa set þótt við hefðum verið í ESB og með okkar drasl gjaldmiðil fyrir hrunið.

The Critic, 11.1.2009 kl. 15:03

11 Smámynd: Halla Rut

The Critic: Krónan segir þú, er það ekki nú að koma í ljós að það var í raun fólkið er misnotaði krónuna sem gerði hana verðlausa. Og ekki voru það útlendingar heldur landar okkar. Það er ekki byssan sem skítur heldur sá sem heldur á henni. En ég er samála þér með ESB held að breyti litlu.

Halla Rut , 12.1.2009 kl. 03:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband