29.1.2007 | 19:21
Yfir strikið
Þessi seta Ólafs Ragnars í Þróunarráði Indlands er að mínu mati í hæsta máta óeðlileg, Þessu mætti líkja við að hann mætti sitja í fulltrúaráði vinstri grænna á kvöldin og um helgar, enda væri hann þar sem persónan enn ekki forsetinn.
Embætti forseta Íslands er ekki eitthvert 9-5 starf, heldur verður sá aðili sem er til þess er kjörinn í raun opinber bersóna sem fulltrúi Íslands. Ekki Indlands. Mér finnst öðru gegna um setu í alþjóðlegum nefndum til góðgerðamála fyrir einstaka hópa þar sem opinber stefna Íslands væri að styðja við það málefni. Þar að segja stjórnvalda.
Annars er ég þeirrar skoðunar að embættið sé óþarft og er þá komið tilefni í annað blog síðar.
Seta í indversku þróunarráði bundin við persónu Ólafs Ragnars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.